Hræsni bjarna ben

Ef einhver íslenskur stjórnmálamaður hefði átt að gæta orða sinna vegna umræðu um arðgreiðslur tryggingafélaganna þá er það fjármálaráðherra.

Hvers vegna má hann ekki hrópa og skræka eins og aðrir lýðskrumarar?

Jú, það er vegna sögulegra staðreynda um nánustu fjölskyldu hans sem allt of margir Íslendingar muna vel.

Heldur ráðherra að allir séu búnir að gleyma því að faðir hans var stjórnarformaður Sjóvá í áratugi og Einar Sveinsson (sami og varð frægur vegna hagstæðu kaupanna í Borgun) var forstjóri félagsins í 25 ár. Sjóvá var eina vátryggingafélagið sem ríkið þurfti að bjarga eftir hrun. Það þurfti 12 milljarða úr ríkissjóði til að koma í veg fyrir gjaldþrot.

\"Endurheimta þarf traustið sem rofnaði í efnahagshruninu\", sagði Bjarni Benediktsson í þinginu, fullur vandlætingar.

Já, sei sei. Sumir ættu stundum að kunna að halda sér til hlés.