Náttfari
Laugardagur 26. mars 2016
Náttfari

Sjálfstæðismönnum svelgist á

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hugsa til þess með hryllingi að þurfa að verja Sigmund Davíð vantrausti eftir páska.
Mánudagur 21. mars 2016
Náttfari

Sigmundur verður að segja af sér

Eftir þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli forsætisráðherra og þjóðarinnar verður ekki hjá því komist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segi af sér. Hann hefur haldið leyndum stórkostlegum fjárhagslegum hagsmunum fyrir þingi og þjóð. Hann deilir ekki kjörum með Íslendingum. Hann vill að við lifum við íslenska krónu á meðan hann hefur auðæfi fjölskyldu sinnar utan við Ísland og varðveitir þau í skattaskjóli á Tortóla þaðan sem hann getur stundað viðskipti um allan heim í hvaða alvörumynt sem er.
Sunnudagur 20. mars 2016
Náttfari

Gulli lét illa á vís-fundi

Náttfara rak í rogastans þegar hann hlustaði á Gunnlaug Sigurmundsson, föður forsætisráðherrans, tjá sig á aðalfundi VÍS í síðustu viku. Þingmaðurinn fyrrverandi var mjög æstur og við það að tapa sér í ræðustól. Margir fundarmanna töldu að hann hefði nánast orðið sér til skammar. Alla vega ekki aukið virðingu sína í þessum hópi.
Fimmtudagur 17. mars 2016
Náttfari

Ríkisstjórn rúin trausti

Ný skoðanakönnun mælir fylgi við ríkisstjórnina einungis 32,7%. Hætt er við að stuðningur væri enn minni ef spurt væri eftir atburði dagsins þegar upplýst er að forsætisráðherrahjónin eru eftir allt saman hrægammar sem geyma eigur sínar á Tortóla.
Sunnudagur 13. mars 2016
Náttfari

Landsdómsböðull vill verða formaður

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir drap í vonum Magnúsar Orra Schram um formennsku í Samfylkingunni áður en hann gat tilkynnt um framboð sitt.
Fimmtudagur 10. mars 2016
Náttfari

Hræsni bjarna ben

Jú, það er vegna sögulegra staðreynda um nánustu fjölskyldu hans sem allt of margir Íslendingar muna vel.