Læknisvottorð verða hin nýju vegabréf

Ég tel að það blasi við að þjóðir heims muni takmarka ferðalög til og frá sínum löndum, til að forðast að Kórónufaraldurinn taki sig upp aftur þegar búið verður að vinna bug á honum.

Það má því segja að hið nýja vegabréf til að fá að ferðast verði læknisvottorð sem staðfesti ónæmi fyrir veirunni og líklegt að það verði þeir einu sem fái að ferðast þar til mótefni finnst.

Ef þetta raungerist að ekki verði heimiluð ferðalög til og frá hinum ýmsu löndum þar til búið verður að finna bóluefni fyrir veirunni, þá mun það leiða til enn frekari skell fyrir ferðaþjónustuna sem og dýpka þann gríðarlega efnahagssamdrátt sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir.

En ég tel hins vegar að takmarkanir á ferðalögum verði ugglaust nauðsynlegar til að fyrirbyggja svokallaða seinnibylgju af faraldrinum eins margir sóttvarnalæknar óttast að geti gerst.