Karlaveldi sjalla í norðaustur

Flestir héldu að Kristján Þór Júlíusson hefði uppröðun á list flokksins í kjördæmi sínu algerlega í hendi sér.
Hann ætlaði að hafa konu næsta á efti sér eins og síðast. Valgerður Gunnarsdóttir hefur verið einn af þeim þingmönnum sem lítið hefur farið fyrir. Slíkir þingmenn gera þá heldur ekki mikið af sér. Því vild Kristján hafa hana áfram sem þjálan þjón sinn í kjördæminu. 
 
En margt fer öðru vísi en ætlað er. Njáll Friðbertsson náði öðru sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum og mun nú berjast fyrir því að halda þessuí þingsæti sem flokkurinn hlaut síðast og stendur nú afar tæpt. Valgerður er úti. Henni var hafnað. Flokkurinn er ekki að skora hjá konum með þessu vali. 
 
Nú eru allir helstu frambjóðendur flokka í þessu kjördæmi karlar, svo sem Benedikt Jóhannesson, Kristján Þór, Steingrímur J. og annað hvort Höskuldur Þórhallsson eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi formaður Framsóknar.
 
Sjálfstæðisflokkurinn hafði dauðafæri til að sýna konur í efstu sætum listans starx á eftir Kristjáni Þór. En það brást. Nú eru tveir karlar frá Akureyri þarna. Ekki vænlegt til árangurs.
 
Í þessu kjördæmi eru 10 þingmenn. Í kosningunum vorið 2013 hlaut Framsókn 4, Sjálfstæðisflokkur 2, VG 2, BF 1 og Samfylking 1. Núna eru á lausu nokkur sæti. Framsókn fær varla meira en 2, Sjálfstæðisflokkur þarf að hafa fyrir því að verja sína tvo, BF er úti og Samfylking einnig. VG gæti bætt við sig manni. Viðreisn fær einn mann kjörinn og svo eru það Píratarnir.
 
Spennandi tímar framundan á norður og austurlandi.