Kannaðu umhverfishættur

Okkur stendur ógn af umhverfinu okkar og við þurfum að líta vel í kringum okkur og kanna hvað hefur virkilega áhrif á heilsuna okkar.

Þegar þið kaupið í matinn, kaupið leikföng fyrir börnin ykkar, kaupið ílát eða verslið hreinsiefni skal hafa innihaldslýsingu í huga. Allt sem þið borðið, berið á ykkur eða kemst í snertingu við húð þarf að kanna hvort innihaldi eiturefni. Lesið á umbúðir og kannið aukaefni. Best er að kaupa matvöru sem merkt er græna skráargatinu og lífrænar vörur.

Það skiptir miklu máli hvernig við geymum matvæli og matreiðum þau. Um leið og heim er komið skal annaðhvort kæla eða matreiða matinn. Við eldamennsku á alltaf að aðskila kjötvöru frá öðrum matvælum, sérstaklega hráum og ferskum matvælum eins og grænmeti og ávexti. 

Muna að innbyrgða ekki neytt sem þú veist ekki hvað er. Nú til dags er hægt að kaupa næstum allt. Það er verið að taka inn töflur og sprauta í sig lyfjum til að vera sterkari, hlaupa hraðar, verða dekkri á hörund og guð veit hvað kemur næst á markaðinn. Öfgar eru ekki góðar fyrir þig, það er ekki einu sinni gott fyrir þig að drekka of mikið af vatni.

Handþvottur getur skipt gríðarlega miklu máli, sérstaklega þegar það kemur að bakteríu- og veirusýkingum. Ég verð að viðurkenna að ég sjálf er alveg þriggja sekúntu reglu mamma heima hjá mér en það er sumt sem ég geri bara alls ekki. Sem dæmi hef ég oft séð fólk nota klósettpappír til að snýta sér eða börnum en ég set stórt bannmerki við það. Mikið ryk og óhreinindi gera okkur berskjaldaðri fyrir veiru- og bakteríusýkingum og hafa einnig slæm áhrif á öndunarfærin, hafið hreint í kringum ykkur, það er bæði gott fyrir heilsuna og geðheilsuna. 

Veirur og bakteríur smitast mikið með vessum eða úða, einstaklingur hnerrar í umhverfið eða í lófan sinn sem nú inniheldur sóttkveikjur og síðar heilsar hann manni sem nú er mengaður. Önnur smitleið er frá saur (dýra eða manna) sem berast í matvæli. Eftir atburði síðastliðna daga þá held ég að ég myndi seint neyta matvöru sem væri framleidd nálægt dýrahaldi.

Annað í umhverfinu okkar sem hefur áhrif á okkur er sólin. Sterkir geislar hennar geta brenn húðina sem gerir hana veikburða, bólgumyndun hefst við bruna sem gerir húðina rauða vegna aukins blóðflæðis, bruni eykur líkur á krabbameini og gerir húðina móttækilegri fyrir sýkingum.

En þetta á einnig við um matvæli, þau á ekki að brenna. Brenndur  matur eykur líkur á bólgum í meltingarfærunum. En þetta eru ábendingar sem ágætt er að hafa bakvið eyrað. 

Þetta eru 10 heilsuráðin sem ég ætla að gefa í bili, vona að þau nýtist ykkur vel.

Njótið helgarinnar.