Heima

Al­manna­varnir hvetja þjóðina til að vera heima um þessa páska. Þessi skila­boð eru í­trekuð á hressi­legan hátt í mynd­bandi sem slegið hefur í gegn en þar syngja söngvarar á­samt þrí­eykinu góða Ölmu, Víði og Þór­ólfi lagið Ferðumst innan­­húss.

Það er engin ó­skap­leg fórn á tímum kóróna­veirunnar að stilla sig um að leggjast í ferða­lög um landið. Nú er heppi­legast að til­einka sér hugsunar­háttinn: Heima er best. Enda er ó­skap­lega gott að vera heima hjá sér, lesa góða bók og hlusta á fal­lega tón­list eða fást við aðra iðju sem lyftir andanum. Það er ekki hægt að láta sér líða illa í slíkum að­stæðum, lang­lík­legast er að sælu­svipur færist yfir and­litið. Lífið getur verið ó­skap­lega gott þótt maður sé ekki að ferðast, nema bara í huganum.

Það er alltaf þörf fyrir skyn­semi, en aldrei meir en á við­sjár­verðum tímum. Það er skyn­sam­legt að fara að til­mælum al­manna­varna sem biðja fólk um að sleppa því að fara í sumar­bú­stað. Stéttar­fé­lög hafa þegar brugðist við þessum til­mælum og lokað or­lofs­húsum. Ein­staka eig­endur einka­sumar­bú­staða virðast iða í skinninu, þrá ekkert meir en að komast í bú­staðinn sinn og eru sumir þegar komnir þangað. Þeir líta svo á að til­mæli al­manna­varna eigi við alla aðra en þá sjálfa og hafa eignar­réttinn í huga: Ég þennan sumar­bú­stað, ég má vera þar ef mér sýnist svo.

Þetta eru tímarnir þar sem allir verða að fórna ein­hverju, þar á meðal hluta af frelsi sínu. Það er erfitt, því fátt er betra og mikil­vægara en frelsið. Samt krefst skyn­semin þess að frelsi manna sé nú skert. Það er ein­fald­lega ekki skyn­sam­legt að leggjast í ferða­lög á þessum tíma. Það er heldur ekki skyn­sam­legt að faðma þá sem manni þykir vænt um hitti maður þá á förnum vegi. Það er skyn­sam­legt að halda fjar­lægð frá fólki og geyma ferða­lög til betri tíma. Betri tímar munu koma. Eins og hin vitra, aldna og nánast ó­dauð­lega Elísa­bet II Eng­lands­drottning sagði í á­varpi á dögunum þegar hún vitnaði í klassískan dægur­laga­texta: We‘ll meet again.

Nú vitum við að svo margt sem við töldum alltaf sjálf­sagt var það alls ekki. Þess vegna verður yndis­legt að faðmast aftur og fá að ferðast að vild. Þá verður sannar­lega á­stæða til að fagna frelsinu eftir tíma ein­angrunar frá öðru fólki. Þangað til þarf að sýna þolin­mæði, æðru­leysi og út­hald. Í lífinu þarf stundum ein­fald­lega að bíta á jaxlinn og víkja frá sér sjálfs­vor­kunn.

Nú eru páskar og þótt þeir verði haldnir á annan hátt en áður og nánast við­burða­lausir þá á að vera auð­velt að njóta þeirra. Um leið er rétt að muna að páskar eru meira en súkku­laði- og kjöt­át. Páskar eru trúar­há­tíð. Messur verða ekki haldnar í kirkjum en boð­skapurinn um fórn, dauða og upp­risu Krists ratar vonandi til sem flestra. Sá boð­skapur á stöðugt erindi, þótt of margir vilji ekki af honum vita. Sem breytir engu um það að ætíð á að vera rými fyrir trú, von og kær­leika. Án trúar, vonar og kær­leika væri heimurinn æði nötur­legur staður.

Birtist fyrst í Fréttablaðinu þar sem höfundur stýrir menningarumfjöllun.