Hætti að drekka með hugleiðslu

Myndlistarmaðurinn Daði Guðbjörnsson fór á kostum þegar hann ræddi um aðdáun sína á hugleiðslu í nýjasta heilsu- og útivistarþáttunum Lífsstíl sem frumsýndur var fyrr í vikunni, en þar sagði hann að eftir nokkurra ára viðkynningu af hugleiðsluni hafi löngun hans til að neyta áfengis alveg horfið. Daði hefur því ekki drugið víndropa um langa hríð. Í sjálfu sér mælti hann ekki með því að fólk notaði hugleiðslu til að hætta að drekka, en í sínu tilviki hefði þetta þó gerst af sjálfu sér; smám saman hefði innri friðurinn sem fæst með því að finna sjálfan sig í núinu komið í staðinn fyrir sjenever og rauðvínsglas. "Ég fann að ég þurfti ekki lengur á víni að halda til að lyfta mér upp. Allt það ástand var hjóm eitt miðað við hughrifin af hugleiðslu - og ofan í kaupið losnaði maður svo auðvitað við timburmennina," sagði kúnstnerinn í viðtalinu sem hægt er að nálgast undir sjónvarpsflipanum á hringbraut.is


Meira um Lífsstíl hér: