Fylgi ríkisstjórnar hrynur

Ný skoðanakönnun MMR sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina er kominn niður í 26% sem er algert hrun. Stjórnarflokkarnir voru samtals með 51% atkvæða í kosningunum vorið 2013. Þeir hafa því tapað helmingi alls fylgis á þessum þremur árum sem hlýtur að vera Íslandsmet.

Fréttablaðið og MMR birta skoðanakannanir í dag. Niðurstöðurnar eru nánast eins í flestum tilvikum nema hvað Pírata varðar. Fylgi þeirra mælist 36,7% hjá MMR en 43,0% í könnun Fréttablaðsins.

Meðaltal þessara tveggja kannana mæla Sjálfstæðisflokkinn með 22%, Framsókn kringum 8%, Samfylkingu 10%, VG 12%, BF tæp 5% og Pírata með 40%.

Samkvæmt meðaltali þessara kannana gætu þingsæti skiptst þannig á flokka:

Píratar fengju 26 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 14, VG 8, Samfylking 7, Framsókn 5 og BF 3.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samtals 19 þingmenn en eru nú með 38. Hafa tapað 50% þingmanna sinna. Píratar eru nú með 3 þingmenn og bæta við sig 23 þingmönnum. Stjórnarandstaðna er samtals með 44 þingmenn á móti 19 þingmönnum stjórnarinnar samkvæmt meðaltali þessara tveggja kannana.

 

Í ljósi þessa þarf ekki að koma á óvart að kjósendur krefjist kosninga strax þar sem ríkisstjórnin er rúin trausti.