Björt eignast dóttur: guðni þarf að dreifa orðum strax við útskrift ljósmæðra

Fyrr­ver­andi ráðherra, Björt Ólafs­dótt­ir, tilkynnti á samskiptamiðlum nú í dag að hún hefði eignast stóra og stæðilega stúlku ásamt manni sínum, Birgi Viðars­syni.

Fyr­ir eiga hjón­in son­inn Garp sem er fædd­ur 2009 og svo tví­bur­ana Fylki og Foldu sem fædd eru 2015. 

Björt segir: „Eftir 41 viku í móðurkviði fannst 19,5 marka valkyrjunni okkar loks komin tími á að láta sjá sig móður sinni til mikils léttis. Allir hraustir og kátir hér og enn à ný svo dolfallin yfir lífsins láni og gjöfum.“

Þá hrósaði Björt ljósmæðrum: „Svo þarf að Guðni forseti að fara að dreifa orðuveitingum út bara strax við útskrift ljósmæðra. Hvernig getur ein stétt verið svona fagleg og vitur? Leiðbeint en á sama tíma hlustað - og treyst konum fyrir að vita sjálfar best? Mættu ýmsir aðrir annars ágætir læra af því.“