Beðið fyrir vinum í mannlausri kirkju

Páskar á tímum kólerunnar

Ég staldraði við í mannlausri Landakotskirkju og bað fyrir Hjálmari Blöndal og móður hans, einnig Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur og Martin Eyjólfssyni. Þetta eru kaþólikkarnir í mínu lífi.

Martins er enn minnst í Færeyjum fyrir háskaför í Múnkastovu og hlaut síðar áheyrn páfa. Milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu heldur helsta menningarstassjón höfuðborgarinnar velli og býður einmana sálum upp á þjóðarrétt Íslendinga.

Bæjarins bestu voru semsagt opnar.

Þá er klárt að Reykjavík kemst í gegnum kóleruna og upprisan er í vændum.

Gleðilega páska, elskurnar mínar.