Aulagrátur elliða

Bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur fulla ástæðu til að vera stoltur af myndarlegum sjávarútvegsfyrirtækjum í eigu Eyjamanna. Sum þeirra eru meðal þeirra glæsilegustu á landinu.

Elliði Vignisson birtir grein í Morgunblaðinu á laugardag til að fjalla um merkisáfanga í starfi sumra þessara fyrirtækja sem er fullkomlega eðlilegt að stoltur bæjarstjóri geri.

En svo fellur hann í sömu gryfju og svo margir verjendur gjafakvótakerfisins gera; hann byrjar að grenja eins og því miður er allt of algengt þegar fjallað er um þessa öflugu atvinnugrein. Hann vælir um að Íslendingar séu ekki stoltir af sjávarútvegi og tali atvinnugreinina niður.

Þetta er rangt hjá Elliða og hann veit það. Náttfari verður var við að Íslendingar eru stoltir af sjávarútvegi og því fólki sem starfar í greininni.
Eina sem skyggir á er sú staðreynd að sjávarútvegur greiðir allt of lága leigu fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem er sameign ALLRAR ÞJÓÐARINNAR en ekki bara fárra útgerðarmanna.

Veiðileyfagjald er ekki skattur eins og Elliði kvartar undan heldur leiga fyrir nýtingu á eign, sameign allrar þjóðarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefur lækkað þessa leigu á yfirstandandi kjörtímabili úr 18 milljörðum í 5 milljarða. Það er harðlega gagnrýnt og þykir benda til þess að fráfarandi ríkisstjórn gæti hagsmuna hinna fáu og ríku á kostnað landsmanna.

Það ein ástæða þess að ríkisstjórnin verður felld þann 29. október.

Þá mun Elliði Vignisson og félagar hans geta skælt eins og frekir krakkar.