Andstæðingar framsóknar fagna endurkomu sigmundar

Allir þeir sem styðja Framsóknarflokkinn ekki fagna nú ákaft þeirri frétt að Sigmundur Davið Gunnlaugsson snúi nú aftur í stjórnmálin eftir 7 vikna endurhæfingu erlendis.

Sigmundur hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra eftir að hafa orðið uppvís að vafasömum viðskiptum og feluleik með fjármuni þeirra hjóna í skattaskjólum. Þjóðinni blöskraði siðleysið og Sigmundur vék til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnarinnar.

Eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson tók við starfi forsætisráðherra hefur ríkt ágætur vinnufriður í þinginu enda sýnir hann þingheimi hvorki hroka né frekju eins og einkennt hafa Sigmund.

Nú lýsir Sigmundur Davíð því yfir að hann vilji ekki hætta sem formaður Framsóknar þrátt fyrir að flett hefur verið ofan af Tortólaæfintýrum hans.

Þetta mun skaða Framsókn og tryggja að flokkurinn verður í miðju umræðunnar um siðleysi íslenskra stjórnmálamanna gagnvart viðskiptum í skattaskjólum. Andstæðingar Framsóknar fagna endurkomu Sigmundar Davíðs heilshugar.

Sigmundur hrökklaðist frá vegna þessara mála. Ef hann heldur að þjóðin hafi fyrirgefið honum á 7 vikum þá er það mikill misskilningur. Júlíus Vífill hefur sagt af sér í borgarstjórn, framkvæmdastjóri Framsóknar einnig, svo og gjaldkeri Samfylkingar. Þá hefur fólk einnig beðið eftir afsögn Bjarna Benediktssonar vegna Panamaskjala og Tortólamála.

Með endurkomu Sigmundar Davíðs magnast þetta allt saman upp.

Hroki hans og dómgreindarleysi hans hafa ekkert breyst í 7 vikna endurhæfingunni.