Alfreð og ævintýrið um Loftleiðir

Saga Loft­leiða er eitt stærsta ævin­týri ís­lenskrar at­vinnu­sögu. Saga fyrir­tækis sem varð stór­veldi á ís­lenskan mæli­kvarða, rak nokkur dóttur­fyrir­tæki á er­lendri grund og var með um 1.600 starfs­menn yfir háanna­tímann þegar mest lét. For­ystu­maður þessa mikla ævin­týris var Al­freð Elías­son, en 16. mars sl. voru liðin hundrað ár frá fæðingu hans.

Til að minnast Al­freðs og Loft­leiða á þessum tíma­mótum verður Jakob F. Ás­geirs­son rit­höfundur gestur Björns Jóns Braga­sonar í Sögu & sam­fé­lagi í kvöld, en Jakob ritaði ævi­sögu Al­freðs sem kom út 1984. Í þættinum verður stiklað á stóru í sögu Al­freðs og Loft­leiða, gríðar­legum upp­gangi fé­lagsins og vel­gengni en líka dapur­legum enda­lokum. Saga & sam­fé­lag á Hring­braut í kvöld kl. 21.30.