Aðför jóhönnu mistókst

Jóhanna Sigurðardóttir og klíka í kringum hana stóð fyrir skyndiaðför að Árna Páli á landsfundi Samfylkingar sem þó misheppnaðist. Hér er á ferðinni lýsandi dæmi um klækjastjórnmál sem áður hefur orðið vart við í Samfylkingunni og einnig hjá Hönnu Birnu.

Jóhanna getur ekki fyrirgefið Árna Páli að hafa unnið frambjóðanda hennar, Guðbjart Hannesson, með yfirburðum í formannskjöri fyrir 2 árum. Launráðin voru brugguð af Jóhönnu sem situr ósátt og gleymd í skugganum.

Þó aðeins munaði einu atkvæði skiptir öllu máli að Árni sigraði. Þetta er eins og í boltanum; sigurvegarinn tekur öll stigin.

Áskorandinn, Sigríður Ingibjörg, situr eftir með sárt ennið og er áfram pólitískt ófullnægð. Ekki víst að hennar bíði fleiri færi.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur afhjúpað sig sem "fyrrverandi" sem getur ekki verið til friðs. Alveg eins og Davíð Oddsson. Þeim ætlar að reynast erfitt að sjá að baki valdinu.

Innan skamms verða fáir til að rifja upp úrslitin því einungis skiptir máli hver sigraði.

Árni Páll hirti öll stigin.