Skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi

Hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­ala skor­ar á heil­brigðis­yf­ir­völd að bæta starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræðinga. Hjúkr­un­ar­ráð sendi heil­brigðisráðuneyti áskorunina í gær. Mbl.is greinir frá.

Í áskoruninni kemur fram: „Hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­ala skor­ar á heil­brigðisráðuneyti að bregðast strax við þeim fjöl­mörgu ábend­ing­um sem hafa verið send­ar, t.d. frá embætti land­lækn­is, Fé­lagi ís­lenska hjúkr­un­ar­fræðinga, fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala og hjúkr­un­ar­ráði Land­spít­ala, og nýta þær til þess að bæta starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræðinga. Já­kvætt starfs­um­hverfi er einn af þeim lyk­ilþátt­um sem gera starfs­fólki kleift að upp­lifa starfs­ánægju.“

Í áskoruninni er bent á að fjöldi fólks á bráðamótttöku bíði eftir innlögn á Landspítala og að við núverandi ástand sé hvorki mögulegt að tryggja öryggi sjúklinga né starfsfólks. Skorturinn á hjúkrunarfræðingum sé alvarlegur og hafi neikvæð áhrif víða, m.a. standi um 40 sjúkrarými auð á spítalanum vegna manneklu hjúkrunarfræðinga.

Bent er á þann gríðarlega mannauð sem felist í hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og því til stuðnings sé úttekt embættis landlæknis, þar sem tekið er fram að þrátt fyrir mikið álag fari enn fram öflugt gæðastarf á spítalanum. Álagið á hjúkr­un­ar­fræðinga á spítalanum sé mikið og ljóst að þeir séu veru­lega út­sett­ir fyr­ir al­var­legri streitu í starfi. Hjúkrunarfræðingar geri kröfu um að starfa í ör­uggu og heilsu­efl­andi starfs­um­hverfi þar sem mögu­legt sé að tryggja sjúk­ling­um örugga, fag­lega og framúrsk­ar­andi þjón­ustu.