Ríkisstjórnin fallin og Lilja ekki lengur fórnarlamb samkvæmt Gallup

Ríkisstjórnin fallin og Lilja ekki lengur fórnarlamb samkvæmt Gallup

Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að ríkisstjórnin væri fallin og Miðflokkurinn er orðinn jafn Framsókn, báðir með 9%.

Lilja Alfreðsdóttir vonaðist eftir því að hún fengi varanlegt fórnarlambsfylgi vegna Klausturmálsins á kostnað Miðflokksins. En nú er ljóst að þannig verður það ekki. Kjósendur nenna ekki lengur að hugsa um þetta leiðindamál.

Miðflokkur og Framsókn fengju sex þingmenn kjörna hvor ef kosningaúrslit yrðu samkvæmt niðurstöðu Gallup. Lilja næði þá ekki kjöri í Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkur fengi 25% fylgi og 17 menn kjörna, Samfylking 16% og 11 þingmenn og bættu við sig fjórum frá síðustu kosningum. Viðreisn bætir einnig við sig 3 þingmönnum og fengi 10.3% fylgi.

Píratar bæta við sig 2 þingmönnum frá kosningunum og fengju 8 menn kjörna eins og Vinstri græn sem tapa 3 þingsætum frá  síðustu kosningum. Báðir flokkarnir með 11.6% fylgi.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 31 þingmann kjörinn samkvæmt þessari könnun og væri því fallin. Stjórnin hefur tapað 4 þingsætum.

Evrópusinnuðu flokkarnir Samfylking, Viðreisn og Píratar næðu samtals 26 þingsætum. Þeir bæta við sig samtals 9 þingsætum frá síðustu kosningum.
Það eru mikil tíðindi og marktæk skilaboð.

Skyldu kjósendur vera að vakna og átta sig á öllum þeim skaða sem íslensk króna veldur og hefur valdið þjóðinni?

Nýjast