Fjölbreytt umræða – fjöldi gesta

Sérstaða Hringbrautar er hin fjölbreytta umræða sem þar fer fram, virka daga sem og um helgar.

Í viku hverri er fjöldi karla og kvenna kölluð að umræðuborðum Hringbrautar. Hin fjölbreyttustu mál fá þar umfjöllun og gestirnir leggja sitt af mörkum.

Í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, verður haldið áfram. Sigurjón M. Egilsson fær þá til sín gesti til að ræða það sem hæst ber. Gestir hans að þessu sinni verða:

Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur,

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi,

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans.