Elliði fram gegn ragnheiði elínu

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum hefur ákveðið að bjóða sig fram í efsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í komandi prófkjöri. Mikill vilji er til að fella Ragnheiði Elínu Árnadóttur úr forystusætinu en hún þykir ekki hafa staðið sig nógu vel sem ráðherra.

Hart var lagt að Elliða að gefa kost á sér en hann vann stóran sigur í bæjarstjórnarkosningum síðast. Hann var hikandi ekki síst vegna launamála en hefur nú ákveðið að slá til. Unnur Brá Konráðsdóttir stefnir áfram á annað sæti listans þannig að Ragnheiður Elín er í vanda stödd.

Hanna Birna er á leið í utanríkisþjónustuna og hefur tilkynnt um að hún hætti á þingi í haust.

Engar líkur eru á að Illugi Gunnarsson leiði lista í næstu kosningum. Fullvíst er talið að Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson verði í 2 efstu sætunum eftir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík og leiði því hvort sinn lista. Illugi er rúinn trausti eftir fjármálasukk með Orka Energy og mun væntanlega fá slaka niðurstöðu úr prófkjöri flokksins.

Það bendir því margt til þess að þrír af fimm ráðherrum flokksins sem hófu kjörtímabilið vorið 2013 falli af stalli, Hanna Birna þegar fallin og horfur á að bæði Ragnheiður Elín og Illugi fari sömu leið.

Þetta sýnir í hnotskurn forystukreppu Sjálfstæðisflokksins. Annað eins hefur aldrei gerst í sögu flokksins