Vilja mömmur ekki verknám?

Standa mömmur í vegi fyrir fjölgun í verk- og tækninámi? Þetta er athyglisverð spurning sem skólayfirvöld og aðrir sem láta sig verknám varða hafa varpað fram á síðustu misserum. 

Í næsta þætti af Skólinn okkar verður fjallað um stöðu verk- og tæknináms. Kíkt verður í heimsókn í Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem meðal annars er skoðuð ný og glæsileg Fablab stofa, en í henni er hægt að búa til allt frá ráfrásum til sérhannaðra flísa. Gestir í þættinum verða Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Hún segir að eitt af því sem stendur í vegi fyrir því að nemendum í verk- og tækninámi fjölgar séu skoðun mæðra á náminu.

Umsjónarmenn Skólans okkar eru þau Aðalbjörn Sigurðsson og Margrét Marteinsdóttir en þátturinn verður frumsýndur á Hringbraut þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:30.