Dagur veitti sér verð­laun fyrir hálf­klárað verk: „Á meðan er staðan sú að húsið er ekki full­búið“

Reykja­víkur­borg, sem er á meðal stofn­fé­laga sam­takanna Grænni byggð, veitti á föstu­daginn Reykja­víkur­borg verð­laun fyrir byggingu leik­skólans Brákar­borgar að Klepps­vegi.

Þó það eitt og sér sé mögu­lega skondið þá segir Georg Atli, deildar­stjóri á Brákar­borg, í sam­tal við mbl.isað bygginguna vera hálf­kláraða og að starfs­fólk furði sig á því að taka á móti börnum við slíkar að­stæður.

Verð­laun­in, Græna skófl­an, voru veitt í fyrsta skipti en þau á að veita fyr­ir mann­­virki sem byggt hef­ur verið með fram­úr­sk­ar­andi vist­væn­um og sjálf­bær­um á­hersl­um.

„Þessi ræða sem borg­ar­­stjóri flyt­ur við af­hend­ingu á þess­ari viður­­kenn­ingu læt­ur á­standið liggja milli hluta. Það er talað aum að allt sé í blóma og að þau séu búin að skila af sér bygg­ingu sem prýði hverfið og bæti úr þörf á leik­­skóla­­pláss­um í Reykja­­vík,“ seg­ir Georg í sam­tali við mbl.is.

„Á meðan er staðan sú að húsið er ekki full­búið og við get­um ekki tekið á móti fullri starf­­semi í hús­inu,“ bæt­ir hann við.

Skrif­­stofa leik­­skóla­­stjór­ans er geymsla auk þess sem full­bún­ir iðnaðar­­menn og um­­­ferð stór­­virkra vinnu­­véla eru dag­­legt brauð á leik­­skól­an­um.

Hægt er að sjá myndir af hálf­kláraða verkinu í frétt mbl.is hér