Sjöfn skoðar tvo fallega og vandaða hönnunargarða

Lífsstílsþátturinn Matur og heimili í umsjón Sjafnar Þórðardóttur verður að vanda á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Sjöfn er alltaf með puttann á púlsinum og að þessu sinni skoðar hún meðal annars tvo afar fallega og vel hannaða garða, sem á sérstaklega vel núna í þessari viku sem margir telja líklega síðustu sumarvikuna.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat á heiðurinn af hönnuninni af þessum tveimur görðum sem hann gerði í samráði við húseigendur. Björn er jafnframt í góðu samstarfi Garðaþjónustuna þína þegar kemur að framkvæmdin sjálfri, verkinu að láta draumagarðinn verða að veruleika eftir hönnun Björns og verkstjórinn Hörður Lúthersson er drifkrafturinn þar sem lætur hlutina gerast.

Fyrst skoðar Sjöfn glæsilegan og vandaðan garð í Grafarvoginum sem var alveg endurnýjaður frá grunni og hittir þar bæði Björn og verkstjórann Hörður sem hafið umsjón og framkvæmd með verkunum í samráði við Björn. Einnig kemur þar Renzo G. Passaro sem er sérfræðingurinn timbrinu hjá Byko.

Garður 1.jpg

Í þætti kvöldsins heimsækir Sjöfn tvo fallega og vandaða garða og hittir meðal annars Björn Jóhannsson landslagsarkitekt, Hörð Lúthersson verkstjóra hjá Garðaþjónustunni þinni og Renzo G. Passaro frá Byko.

„Það sem er skemmtilegt við þetta timbur sem prýðir hér pallinn er hitameðhöndlað og hentar því enn betur fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Renzo. Svo eru það flísahellurnar með kampavínslitaðir áferð gera garðinn enn fallegri auk þess sem auðveldara er að viðhalda garðinum en þær eru með þéttum fúgum sem kemur veg fyrir að þar vaxi arfi og gras á milli.

Síðan heimsækir Sjöfn Hafliða Kristjánsson garðeiganda sem er búinn að fá ósk sýna uppfyllt um draumagarðinn sem býður upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna og draumkennt útsýni. Hann býr í efri byggðum Kópavogs í Kórahverfinu ásamt fjölskyldu sinni þar sem ósnortin náttúran er við hendina. „Þetta er eins og hafa lifandi málverk að sitja hér úti í garðinum að njóta útsýnisins,“ segir Hafliði sem er alsæll með útkomuna á garðinum.

Garðurinn6372.jpg

Björn segir sérkenni þessa garðs vera í fjölbreytninni sem í boði er í afþreyingunni fyrir alla fjölskylduna. „Hér fá allir að njóta sín, hvort sem þeir stunda golf eða fimleika auk þess að góð aðstaða er fyrir gæða slökun og hugleiðslu,“ segir Björn meðal annars.

Meira um þessa glæsilegu garða sem hafa svo sannarlega stækkað heimilin út og aukið afþreyingu húsráðenda í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: