Út­lenskur auð­kýfingur kaupir ís­lenskt fjall sem er þekkt fyrir fegurð sína

Kanadískur auð­kýfingur hefur fest kaup á jörðinni Horni í Skorra­dal en innan hennar er hið þekkta fjall Skessu­horn. Hyggst hann byggja þar 1.000 fer­metra villu og 700 fer­metra gesta­hús. Þetta kemur fram á for­síðu Frétta­blaðsins.

Fjallið Skessu­horn er bæði þekkt fyrir fegurð sína og sem vin­sæl göngu­leið fjall­göngu­manna. Er það eitt þekktasta fjall Borgar­fjarðar og af því dregur héraðs­blaðið heiti sitt.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins eru kaup­endurnir hjón í yngri kantinum og eigin­maðurinn auðgaðist í tækni­geiranum. Þau keyptu jörðina með að­stoð um­boðs­manns hjá fé­laginu Nor­dic Luxury.

Jörðin Horn, sem telur 110 þúsund fer­metra, var sett á sölu í maí á síðasta ári og seldist á að­eins fjórum dögum. Fyrir utan fjallið liggja þrjár veiði­ár um jörðina, Horns­á, Álf­steins­á og Anda­kíls­á. Á­sett verð var 145 milljónir króna en jörðin var seld á 150 milljónir.

Ekkert eigin­legt í­búðar­hús er á jörðinni en eitt af fjár­húsunum hefur verið gert upp sem íbúð. Ekki stendur til að rífa nein hús jarðarinnar að svo stöddu. Í febrúar var gefið út byggingar­leyfi fyrir tveimur byggingum. Annars vegar 1.000 fer­metra hús­næði fyrir hjónin og svo 700 fer­metra gesta­hús, sem mun inni­halda í­þrótta­hús.

Þegar er byrjað að vinna að grunni húsanna sem verða reist ofar í fjalls­hlíðinni en nú­verandi hús standa. Búist er við því að eigin­leg bygging hefjist í apríl og ljúki árið 2025.