Valdastéttin tapaði rektorskjörinu

Það var ekki bara Guðrúnu Nordal mikið áfall að tapa kosningum í HÍ um stöðu rektors heldur einnig nokkrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar sem lögðu ofurkapp á að hún sigraði.


Sigmundur Davíð, Bjarni Ben, Illugi og vitanlega Ólöf systir hennar létu sig kosninguna miklu varða. Tap Guðrúnar er þeim öllum áfall.

Kennarar og stúdentar við HÍ sáu í gegnum framboð Guðrúnar Nordal. Hún hafði í reynd ekkert fram að færa annað en hömlulausan metnað yfirstéttarinnar, þar sem sumt fólk telur sig réttborið til valda og virðingarembætta.

Talið er að Guðrún hafi varið allt að 10 milljónum króna í kosningabaráttuna en slíkt hefur ekki gerst áður við rektorskjör í Háskólanum. Hún rak m.a. kosningaskrifstofu í Bændahöllinni.

Vonbrigði valdastéttarinnar eru sár og mikil, enda hlakkar nú í mörgum.