Tímabært að rífa upp mosann

Loksins hyllir undir að sumarið sé komið eftir einhverja erfiðustu fæðingu sem um getur á seinni árum og þá er uppðlagt að fara að taka til í garðinu; fræðingarnir segja að óhætt sé að setja noiður stjúpur og önnur harðgerð blóm.  

 

Í þættinum Lífsins list á Hringbraut í gærkvöld fóru Sirrý og Friðþjófur Helgason myndatökumaður í Grænland á fund Steinunnar I. Stefánsdóttur garðyrkjufræðings og fengu hjá henni góð ráð um vorverkin í garðinum. ,,Nú er kominn tími til að setja niður sumarblómin" sagði Steinunn. Þó veðrið sé óútreiknanlegt í maí er óhætt að gróðursetja stjúpur og fleiri harðgerð sumarblóm. Blómin sem Steinunn býður upp á eru ræktuð á Ísland, þola ýmislegt og geta jafnvel blómstrað fram í október. 

 

Það sem flestir eru að spyrja út í um þessar mundir, fyrir utan sumarblómin, er meðhöndlun grasflata. Mosinn angrar marga garðeigendur og Steinunn ráðleggur fólki að sá arfaeyði á flötina núna, bíða í tvær til þrjár vikur vikur og raka þá fölnaðan mosann í burtu en bera kalk á flötina og svo grasfræ. Steinunn spáir blómlegu og góðu sumri. ,,Það getur ekki orðið jafn slæmt og í fyrra" sagði hún í ,,Lífsins list." Þáttinn má sjá í heild sinni hér á Hringbraut.