Snýttur pappír fari í klóið

Í sjónvarpsþættinum Neytendavaktin sem sýndur er á Hringbraut og unninn er í samvinnu við spyr.is var rætt um endurvinnslu og flokkun í síðustu viku með góðum gestum. Eftir þáttinn, sendu lesendur Spyr.is inn fyrirspurnir til Neytendavaktarinnar og fékk meðal annars Birgir Kristjánsson hjá Íslenska Gámafélaginu og einn viðmælenda úr þættinum, spurninguna: Hvort á maður að henda snýttum pappír í klósettið eða í pappírstunnuna? Birgir sagði þetta reyndar ekki einfalda spurningu. Klósettpappírinn væri að öllu jafna frekar gæðalítill pappír, sem erfitt væri að endurvinna. Þá væri ekki æskilegt að fá blautan pappír í endurvinnslu. Niðurlagið í svarinu hljóðaði því svo að Birgir mælir frekar með því að snýttum pappír sé hent í klósettið.