Skotheldur kokteill sem heillar gesti upp úr skónum

Nú er framundan stórviðburðurinn Reykjavík Cocktail Weekend og margir staðir munu bjóða uppá ljúffenga kokteila og viðburði í tengslum við hátíðina. Við heimsóttum Fannar Alexander Arason á Pablo Discobar í tilefni þessa og spjölluðum um hvað koma skal og fengum uppskrift af skotheldum kokteil sem hefur heillað gesti upp úr skónum, Gin Rósir. Þvílík blanda sem rífur í og kitlar bragðlaukana.

Reykjavík Cocktail Weekend hefst formlega í dag, miðvikudaginn 11. apríl, og stendur yfir þar til á sunnudaginn 14. apríl. Getur sagt okkur frá því sem helst er á döfinni hjá ykkur á Pablo Discobar næstu daga? „Reykjavík Cocktail Weekend er stórhátíð fyrir okkur í bar bransanum en í þessari viku verður keppt í eftirfarandi keppnum Vinnustaðakeppninni, Drykkur Ársins og Íslandsmeistaramótinu. Vinnustaðakeppnin breytist ár eftir ár og núna í ár verður Tom Collins þema keppni. En Tom Collins er klassískur gin drykkur,“ segir Fannar Alexander.

„Við á Pablo Discobar mættum að sjálfsögðu til leiks, en það er hún Karolina Kuzmicka sem mun keppa fyrir hönd Pablo Discobar í vinnustaðakeppni. Karolina tók hinn klassíska Tom Collins og setti hann í okkar stíll en drykkurinn heitir Collins Garden.“

Einnig mun Drykkur Ársins sem er einn af fimm kokteilum sem allir barir bjóða uppá vera framlag til Reykjavík Cocktail Weekend en allir kokteilar verða á 1.700,- kr. eða minna. Framlag Pablo Discobar til Drykkur Ársins er Héctor Lavoe´s Spicy Rum eftir Gwenaël Akira Helmsdal Carré en hann saman stendur af Bacardi Añejo Cuatro, mezcal lime, ananas, jalapeño og rjóma. Héctor Lavoe´s Spicy Rum verður boðinn á kynningar verði á aðeins 1.000,-kr allan daginn miðvikudaginn 11. apríl.

„Að lokum verður keppt um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en sá sem vinnur þar mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Kína seinna í ár. Ég mun vera að keppa fyrir hönd Pablo Discobar í ár. Drykkurinn heitir Pablo´s Piña Colada, en hann saman stendur af Don Julio Blanco, ananas, sætri mjólk, kókos og grape bitter,“ segir Fannar Alexander sem er mjög spenntur fyrir keppninni og nýtur sín til hins ýtrasta þegar kemur að því að blanda kokteila.

\"\"„Einn af stærstu viðburðum vikunnar verður án efa gestir okkar sem frá Super Panda Circus Þeir Michal Nevrly og Vaclav Lustinsky. Super Panda Circus er einn af frægustu börum Tékklands og hafa þeir unnið til fjölda verðlauna. Barnum er best lýst af Michal Nevrly yfirbarþjónn staðarins eins og hann segir orðrétt: „Super Panda Circus. Some say its the most eccentric bar in the universe, Completely strange world in the centre of Brno, nothing makes sense here, just draw the curtain open and enjoy the psychedelic trip. Its a circus stage, where you can forget about the world and enjoy breathtaking show accompanied with bespoken cocktails.“ Super Panda Circus mun vera á Miami Bar á föstudaginn 12. apríl og á laugardaginn munu þeir vera á Pablo Discobar.“

Hver er sérstaða ykkar á Pablo Discobar? „Okkar sérstaða er sú að við bjóðum ekki aðeins uppá góða kokteila, heldur koma þeir allir með sögu með sér. Þegar við byrjuðum að setja þennan lista saman ákváðum við að okkur langaði að velja fimm frægar manneskjur sem settu mark sitt á disco tímann og voru drykkirnir þróaðir út frá þeim.“

Verður einhverjum kokteil leyndarmálum ljóstrað í tilefni þessa? „Við á Pablo Discobar erum ávallt tilbúnir til þess að svar öllum spurningum sem gesti okkar hafa. En Pablo Discobar mun bráðlega byrja kokteil námskeið þar sem öllum leyndarmálum kokteilana verður ljóstrað.“

Fannar Alexander var svo sannarlega til í að gefa okkur uppskriftina af þessum skothelda kokteil sem vert er að bjóða í fordrykk þegar matarboð eða veislu skal halda.

Gin Rósir

30 ml Tanqueray Gin

Fentimans Rose Lemonade

Lemon tvist

Drykkurinn er byggður á ís og borinn fram í longdrink glasi.

Fannar Alexander vill hvetja alla áhugasama um kokteila til þess að koma á Reykjavík Coktail Weekend, ekki aðeins til þeirra heldur líka til þeirra fjölda annara staða sem eru að taka þátt. Það er ótrúlega mikið af skemmtilegum drykkjum í gangi og tilvalið tækifæri til þess að koma og prófa. Þeir óska öllum góðs gengis og hlakka til að taka móti gestum og gangandi.