Sindrastóllinn íslensk, klassísk og tímalaus hönnun

Hver man ekki eftir Sindrastólnum sem hannaður var af Ásgeiri Einarssyni (1927-2001) og kom til sögunnar árið 1962? Sindrastóllinn prýddi mörg íslensk heimili á sjötta og sjöunda áratugnum en minna sást af honum á áttunda og níunda áratugnum. Hann var ófáanlegur frá árinu 1970, eða í um það bil fjóra áratugi.

Mörgum til mikillar gleði var hann settur aftur í framleiðsu árið 2012 í tilefni 50 ára afmæli stólsins en það voru GÁ húsgögn sem ákváðu að endurgera stólinn með leyfi frá ættingjum hönnuðarins. Sindrastóllinn er framleiddur á Íslandi og er samstarfsverkefni fjögurra fyrirtækja. Það eru Sólóhúsgögn sem smíða stálgrindina, Ikan ehf., bátasmiðja og frumkvöðlasetur, sem steypir skelina, Sjávarleður framleiðir gærurnar og GÁ húsgögn annast bólstrun. Sindrastóllinn er mikið prýði og fegrar heimilið, hann skartar klassískri og tímalausri hönnun.  Sindrastóllinn er klæddur íslenskri gæru í öllum litum. Stóllinn er einstök, íslensk hönnun sem sem frábært er að fá aftur markað og varðveita.