Pappaaskjan getur bjargar geðinu

Það er náttúrlega ekkert gemjulegra í morgunsárið en að vinsa ruslpóstinn frá dagblöðunum í forstofunni - og koma loks heim í dagsloks og labba yfir hauginn af auglýsingapésum og lokkandi tilboðum um slétta húð og hæga öldrun. Þá er að dæsa bara um stund, hugsa sitt ráð og hefja svolitla gagnárás: Snjallráð er að skera niður venjulega stærð af pappakassa sem fæst í kassahjallanum úti í næstu búð, koma fyrir á þægilgum stað í anddyrinu  og skutla öllum þessum aðsenda óþarfa í öskjuna efir því sem hann plompar inn um bréfalúguna. Svo er bara að losa úr öskjunni góðu einu sinni í viku - og brosa framan í póstinn ...