Munur á dekkjaverði yfir 100%

Mikill verðmunur er á ódýrasta heilsársdekkinu sem er í boði á dekkjaverkstæðum hér á landi að því er fram kemur í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 19 verkstæðum þann í byrjun mánaðarins. Munur á hæsta og lægsta verði var allt að 13.451 kr. eða 114%. 


Gæði dekkja skipta auðvitað verulegu máli, en könnunin tók ekki tillit til mismuanndi gerða hjólbarða, einungis verðsins. Kannað var verð á 14´´,15´´ og 16´´ dekkjum sem eru dekk fyrir smábíla og meðalbíla. Á 14´´ og 15´´ heilsársdekkjum reyndust dekkin dýrust hjá MAX 1 en ódýrust hjá Dekkverki.  


Mestur verðmunur í könnuninni var á 16´´ dekki sem var ódýrast á 11.795 kr. hjá Dekkjahöllinni en dýrast á 25.246 kr. hjá Betra gripi  sem er 13.451 kr. verðmunur eða 114%. 


Minnstur verðmunur var á 15´´ dekki sem var ódýrast á 10.500 kr. Dekkverki en dýrast á 19.599 kr. hjá Max 1sem er 9.099 kr. verðmunur eða 87%. 14´´ dekkið var ódýrast á 8.000 kr. hjá Dekkverki en dýrast á 15.498 kr. hjá Max 1 sem 7.498 kr. verðmunur eða 94%.