Ingibjörg ljóstrar upp leyniuppskriftinni: fékk verðlaun fyrir þessa ljúffengu brauðtertu

Það má með sanni segja að brauðterturnar séu komnar sterkt inn aftur og samfélagsmiðlarnir loga af girnilegum og fagurlega skreyttum brauðtertum.

Við sem eldri erum þekkjum flest brauðtertur og höfum sjálfsagt  borðað þær ófáar í alls konar veizlum og samkvæmum.

Hárgreiðslumeistarinn Ingibjörg Sveinsdóttir er ein af okkar flottustu brauðtertugerðar snillingum og veit fátt skemmtilegra en að laga girnilega brauðtertu og skreyta hana af hjartans list. Það er óhætt að segja það að brauðterturnar hennar Ingibjargar eru hreint listaverk og bragðast líka ómótstæðilega vel. Brauðtertugerð er ein af okkur góðu íslensku hefðum sem vert er að viðhalda og þykja ómissandi á hátíðarkaffihlaðborðið.

\"\"

Hefur ávallt haft mikinn áhuga á brauðtertugerð? „Það er gaman að segja frá því að minn áhugi á því að gera brauðtertur og skreyta þær byrjaði þegar eiginmaðurinn bað mig í eitt skipti að útbúa eitthvað ljúffengt á kaffihlaðborðið í vinnunni hjá sér. Úr varð að ég gerði brauðtertu og skreytti af hjartans list sem hitti svo vel í mark að hún fuðraði upp á örskammri stundu og var pöntuðu aftur og aftur,“ segir Ingibjörg og hlær.

„Síðan þá hefur áhugi minn brauðtertugerð vaxið og ég laga iðulega brauðtertu þegar mikið stendur til, hvort sem það eru veislur innan fjölskyldunnar eða jafnvel þegar haldin eru Pálínuboð. Þá mæti ég með brauðtertu á hlaðborðið sem hittir ávallt í mark.“

 \"\"

Vert er að nefna það ORA brauðtertukeppni var haldin í fyrra og auðvitað tók Ingibjörg þátt og hreppti annað sæti fyrir sína stórglæsilegu brauðtertu. Ingibjörgu er svo sannarlega margt til lista lagt og brauðterturnar hennar eru hin glæsilegustu matarlistaverk sem svo erfitt er að skera í, vegna þess að þær eru svo fallegar og að sama skapi ljúffengar. 

\"\"

Við fengum Ingibjörgu til að útbúa eina brauðtertu fyrir okkur og ljóstra upp hennar leyniuppskrift af himneskri rækjubrauðtertu. Nú eru framundan margir hátíðisdagar eins og sjómannadagurinn, Hvítasunnan og 17. júní og þá er lag að útbúa þjóðlega og ljúffenga brauðtertu.

Rækjubrauðterta að hætti Ingibjargar

Tvöföld uppskrift

2 stykki brauðtertubrauð, kantarnir skornir af

1 kg af rækjum (láta þær þiðna)

12 stykki egg (harðsoðin)

Stór dós af majónes

Kryddað til með Aromat kryddinu

Skraut á brauðtertu

Majónes með sítrónusafa út í svo hún gulni ekki (kreista safann úr ferskri sítrónu)

3 stykki meðalstórir tómatar

1 stykki fersk agúrka

Verið ykkur að góðu.

\"\"

\"\"