Kauptu einmana bananann

Það voru mörg góð húsráð gefin í þættinum Neytendavaktinni, sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöld. Málefnið var matarsóun, en íslensk heimili eru sögð henda mat fyrir um 300.000 krónur á ári. Skemmtileg saga var sögð af ,,einmana banananum” sem fólk er hvatt til að kaupa. ,,Einmana” bananinn er staki bananinn, sem er skilinn eftir því flestir kaupa knippi af þeim. Stakir bananar enda hins vegar flestir í ruslinu, nema neytendur séu meðvitaðir um sóun og kaupi markvisst staka banana, frekar en heila búntið.

Eins og fyrr greinir hendir hvert heimili á Íslandi mat

 fyrir um 300.000 krónur á ári og matarsóun í heiminum jafngildir því að allri matvælaframleiðslu sunnan Sahara, sé hent. Í Neytendavaktinni, sem unnin er í samvinnu við spyr.is voru þessi mál tekin fyrir og meðal annars rætt um hversu mikilvægt það er að gera börn snemma meðvituð um, hversu mikil áhrif þau geta haft á sóun.