Innlit í stórfenglegar lúxusíbúðir

Þau Jón G. og Sjöfn Þórðardóttir fá að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.

\"\"

Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, er í mjög fróðlegu viðtali um þrívíddartæknina sem rutt hefur sér til rúms við hönnun mannvirkja á síðustu árum. Þá ræðir hann framlag íslenskra verkfræðistofa til verkfræðinnar á alþjóðavettvangi. Verkís fékk á síðasta ári verðlaun fyrir byggingu árins 2017 í Noregi.

\"\"

Arnar Gauti Sverrisson hönnuður hefur starfað við tísku og hönnun í fjölda ára og sá meðal annars um að innrétta veitingastaðina Library Bistro/bar í Reykjanesber og El Santo í miðbæ Reykjavíkur. Við fengum að líta inn til Arnars Gauta í lúxusíbúðir við Skólavörðustíg, í PFAFF húsinu sem þekkt er fyrir fallegan arkitekttúr. En hann var að ljúka við að innrétta lúxusíbúðirnar. Þær eru stórfenglegar, í forgrunni er blanda að rústik og glæsileika og útsýnið er einstakt þar sem Hallgrímskirkja skartar sínu fegursta.

\"\"

Atli Rúnar Thorsteinsson, sérfræðingur hjá sérvöruversluninni VÍDD í Kópavogi er með puttann púlsinum þegar kemur að flísum og öllu sem viðkemur þeim. Hjá VÍDD verið að bjóða uppá mikið úrval af flísum frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Við heimsóttum Atla Rúnar í VÍDD og fórum yfir nýjustu hönnun, bæði sem ögra norminu og hina klassísku.

\"\"

Vilmundur Hansen, garðyrkjufræðingur og grasafræðingur, ræðir við okkur um sögu pottaplantanna og helstu ástæður þess að fólk vill fegra heimili sín með þeim. Pottaplönturnar eru komnar sterkt inn á heimilin aftur, eftir nokkurra ára hlé og heimilin eru aftur að verða græn og blómleg. 

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.