Innblástur heimilisins frá grænlandi í hávegum hafður

Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld. Gestir hennar eru Heiðrún Jóhannsdóttir, fylgihluta hönnuður Ísafold Design, Ingólfur Geir Gissurason fasteignasali hjá Valhöll fasteignasölu, Elva Hrund Ágústsdóttir stíllisti og Laufey Birkisdóttir snyrtifræðingur og eigandi Snyrtistofunnar Leilu.

Við heimsækjum Heiðrúnu Jóhannsdóttur fylgihluta hönnuð Ísafold Design á heimili hennar í Sjálandið í Garðabænum. Heiðrúnu eru margt til lista lagt og innblástur fyrir list sína og hönnun sækir hún til Grænlands en þar bjó hún í nokkur ár með fjölskyldu sinni og ber heimili hennar þess sterk merki. Heiðrún hrífst af handverkum úr ýmsum áttum og er mikill safnari. Hún lumar meðal annars á frumlegu klukkusafni.

Stílhreint og tímalaust í náttúruparadísinni Úlfarsfelli

\"\"

Við heimsækjum Ingólf Geir Gissurason hjá Valhöll fasteignasölu og förum aðeins yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum þessa dagana. Einnig fáum innsýn í glæsilega eign sem komin er á sölu. Um er að ræða glæsilegar íbúðir efst í Úlfarsfellinu sem laða að með vandaðri, stílhreinni og tímalausri hönnun. Úlfarsfellið er náttúruparadís sem lætur engan ósnortin og býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir útivist og hreyfingu fyrir alla fjölskylduna.

Páskahátíðarborðið dekkað

\"\"

 

Páskarnir eru handa við hornið og í tilefni þess fengum við Elvu Hrund Ágústsdóttur stíllista til að dekka fyrir okkur páskahátíðarborð með góðri útkomu. Elva hefur einstaklega gott auga fyrir því að raða saman litum, mynstri og nýta það sem náttúran hefur uppá að bjóða.  Hún er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar dekka skal hátíðarborð og samspil lita, páskaskrauts og borðbúnaðar mynda fallega heildarmynd.  Sjón er sögu ríkari.

Leyndardómar Leilu afhjúpaðir

\"\"

Laufey Birkisdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Snyrtistofunnar Leilu ákvað að söðla um og samtvinna atvinnurekstur sinn og heimili með góðri útkomu. Við heimsækjum Laufeyju á snyrtistofuna á heimili hennar og fáum innsýn í kosti þess að vera með atvinnurekstur heima.  Við fáum einnig kynningu á nýjustu meðferðinni, náttúrulegu andlitlyftingunni CACI sem hún er að bjóða uppá á stofunni sinni og leyndardómum hennar.