Himnesk heilsulind falinn demantur í útjaðri grindavíkur

Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Friðrik Einarsson framkvæmdastjóra hótelsins Northern Light Inn, hjónin Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra og Hrund Sigurðardóttur skrifstofustjóra hjá fyrirtækinu AÞ-Þrif og Bergstein Gunnarsson framkvæmdastjóra og eiganda að Skelinni.

Himnesk heilsulind á Northern Light Inn

\"\"

Friðrik Einarsson, framkvæmdastjóri

Sjöfn heimsækir Friðrik Einarsson, framkvæmdastjóra, á hótelið Northern Light Inn, sem er fjölskyldurekið hótel sem býður meðal annars upp á himneska heilsulind með vellíðunnaraðstöðu fyrir gesti sína. Það má með sanni segja að þessi himneska heilsulind sé falinn demantur í útjaðri Grindavíkur. Í heilsulindinni eru þrjár tegundir af sána og allar með sína sérstöðu sem auka vellíðan og hafa góð áhrif á blóðrásina. Friðrik segir sána virka mjög vel til að losa um streitu og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan og mælist mjög vel fyrir hjá gestum sínum. Fleiri leyndardómar leynast í heilsulindinni sem laða gesti að.

Fyrirtækið sem byrjaði með gluggaþvotti Arnars samhliða námi

\"\"

Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og Hrund Sigurðardóttir, skrifstofustjóri

Sjöfn heimsækir hjónin Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra og Hrund Sigurðardóttur skrifstofustjóra hjá fjölskyldufyrirtækinu AÞ-Þrif sem þau hafa byggt upp í sameingingu frá grunni.  Þau eru eigendur fyrirtækisins ásamt bróður Arnars, Bjarka Þorsteinssonar. Sagan bak við tilurð fyrirtækisins er ótrúleg en hún byrjaði með gluggaþvotti Arnars samhliða námi sem óx og þróaðist í stærri og fleiri verkefni og úr varð stofnun fyrirtækisins AÞ-Þrif. AÞ-Þrif er ungt og framsækið hreingerningarfyrirtæki og sérsvið fyrirtækisins eru iðnaðarþrif fyrir byggingarverktaka, meðal annars á nýjum fasteignum, almenn þrif og gluggaþvottur fyrir fyrirtæki.

Lokaðar svalir stækka rýmið og auka lífsgæðin

 \"\"

Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri

Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins Skelin, sem sérhæfir sig meðal annars í því að loka svölum og mynda svalaskjól, er einnig gestur Sjafnar í þættinum í kvöld. Staðreyndin er sú að opnar svalir eru lítið notaðar á veturnar og lítið sem ekkert notaðar þegar veðrið er slæmt. Bergsteinn fer yfir þá þjónustu og vörur sem Skelin býður upp á við uppsetningu á svalaskjóli og hvernig hægt er að hámarka nýtingu fermetrafjölda eignar og nýta svalirnar allt árið um kring. Ótrúlegt hvað það getur gert mikið fyrir eign að vera með svalir sem hægt er að nota allan ársins hring með opnalegum glerveggjum.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.