Heitt súkkulaði í snjónum

Hvað er rómantískara en að ylja sér við heitt súkkulaði á fallegum vetrardegi þar sem snjórinn skartar sínu fegursta? Nærandi samverustund með fjölskyldu og vinum.

Hér er góð uppskrift að heitu súkkulaði frá Nóa Síríus sem við mælum með:

Hráefni (miðast við fyrir 5-6 manns):
• 200 gr 70% Síríus suðusúkkulaði
• 1 líter af mjólk að eigin vali, við notuðum laktósafría mjólk
• 1 peli þeyttur rjómi, má sleppa

Aðferð:
Síríus konsum súkkulaði er brotið í mola og leyst upp í svolitlu vatni eða um það bil einum kaffibolla við vægan hita. Einn líter af mjólk er hitaður að suðumarki, honum hellt saman við smátt og smátt og hrært í á meðan. Þegar búið er að hella allri mjólkinni út í og súkkulaði er orðið heitt og silkimjúkt er því hellt í góða bolla og slettu af þeyttum rjóma bætt ofan á. Það má sleppa rjómanum.