Heimsins bezta bananabrauðið frá hrefnu rósu sætran

Þessi dásamlega uppskrift af bananabrauði frá Hrefnu Rósu Sætran kokki og veitingahúsaeiganda er ein sú einfaldasta í heimi og bananabrauðið er ótrúlega ljúffengt, beint úr ofninum, mjúkt undir tönn og gleður bragðlaukana.

Það nýjasta sem Hrefna Rósa býður okkur upp á eru heimilisuppskriftir sem hún setur inn á Instagramið sitt. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, uppskriftir sem eru einfaldar, flóknar, fjölbreyttar og alls konar. Hrefna Rósa mun galdra fram hina frumlegustu eða einföldustu rétti, eftir dagsforminu að hverju sinni. Eins og hún segir orðrétt: „Bara það sem mér dettur í hug. Þessi herlegheit set ég svo í highlight á Instagram þar sem þið getið alltaf kíkt á innkaupalistann , mynd af hráefninu og svo smá videó af aðferðinni,“ segir Hrefna Rósa. Uppskriftin af bananabrauðinu er eitt af því sem hún bauð fylgjendum sínum upp á, á dögunum.

\"\"

Hrefna Rósa fékk óbilandi áhuga á matargerð strax í bernsku og er einstakur kokkur sem kann svo sannarlega að gleðja bragðlaukana sem og augað. Henni er margt til lista lagt, hún er meðal annars sjónvarpskokkur, veitingahúsaeigandi og höfundur matreiðslubóka sem hafa slegið í gegn svo dæmi séu tekin. Hægt er að fylgjast með heimilisuppskriftunum hennar á Instagram síðunni hennar: hrefnasætran. Meðfylgjandi er uppskriftin af bananabrauðinu ljúffenga sem enginn verður svikinn af, sérstaklega ekki aðdáendur banana.

Bezta bananabrauðið frá Hrefnu Rósu Sætran

Innkaupalistinn:

4 1/2 dl hafrar

4 stk. egg

1 1/2 msk. kanill

1 1/2 tsk. lyftiduft 

smá vanilla eftir smekk

1 1/2 dl fræ að eigin vali

(SESAM, sólbloma, hör, hamp)

3 stk. bananar, stappaðir

Aðferð:

Byrjið á því að hita bakarofninn í 180°gráður. Blandið öllu vel saman í skál. Setjið í bökunarform og bakið við 180°gráður í 30 mínútur. Þessi uppskrift passar í jólakökuform. Verið ykkur að góðu.