Hefur þú kynnt þér neytendaþjónustu félags fasteignasala?

Sjöfn Þórðar heldur áfram með heilræði fyrir fasteignakaupendur. Að þessu sinni minnir hún á þjónustu sem í boði er fyrir fasteignakaupendur og hvernig þeir geta reynt að tryggja hagsmuni sína sem best þegar kemur að fasteignaviðskiptum. 

Á vef Félags fasteignasala er að finna ýmis góð ráð og upplýsingar um lög og reglur er varða fasteignakaup og sölu. Félagið leggur mikið upp úr að hagsmunir neytenda séum sem best tryggðir við fasteignaviðskipti og hefur félagið unnið ítarlega með stjórnvöldum, Neytendasamtökunum auk fjölda annarra að skapa sem traustasta umgjörð um fasteignaviðskipti.  Þegar um er að ræða stærstu viðskipti á lífsleiðinni er nauðsynlegt að neytendur geti treyst fasteignasalanum sem það fær ráðgjöf frá í einu og öllu.

Má meðal annars nefna að í boði er sérstök neytendaþjónusta sem er veitt á skrifstofu félagsins. Sé eitthvað óljóst í störfum félagsmanna er hægt að fá símatíma við lögmann og löggiltan fasteignasala á ákveðnum tímum sem eru auglýstir á vef félagsins.  Sú þjónusta er gjaldfrjáls neytendum.

Ef þú ert í fasteignaviðskiptum er vert að kynna sér vel alla þá þjónustu sem í boðið er til að tryggja að allt sé eins og það á að vera og ekkert sé óljóst. Vefslóð Félags fasteignasala er: www.ff.is