Hænurnar í garðinum snæða afgangana

Sjöfn Þórðardóttir fær að venju til sín góða gesti í þáttinn Fasteignir og heimili í kvöld.

Í þættinum heimsækjum við Rósu Guðbjartsdóttur, sælkera og bæjarstjóra í Hafnarfirði. Við spjöllum við Rósu um mikilvægi þessa að leggja okkar að mörkum til huga að loftslagmálum og hvað við getum gert til að sporna gegn matarsóun. Jafnframt eldum við með Rósu og fáum að hitta hænurnar hennar í garðinum sem eru hluti af fjölskyldunni og sinna stóru hlutverki þegar kemur að því að sporna gegn matarsóun. Uppáhalds réttur hænanna eru afgangarnir.

\"\"

Við heimsækjum Örn Þór Halldórsson arkitekt á vinnustofuna hans við Grenimel og fræðumst frekar um Skötustólinn. Faðir hans heitinn, Halldór Hjálmarsson, hannaði Skötustólinn árið 1959. Stólarnir hafa slegið í gegn í áranna rás. Skötustólarnir eru einstök, tímalaus og falleg íslensk hönnun sem tekið hefur verið eftir og eldist vel. Örn fer yfir sögu stólanna en saga Skötustólsins á sér rætur að rekja til námsára Halldórs í Kaupmannahöfn. Skötustólarnir litu fyrst dagsins ljós árið 1959 og eiga því 60 ára afmæli í ár. Framleiðsla Skötustólana hófst aftur árið 2007 eftir langt hlé en að því stóð sonur Halldórs, Örn Þór Halldórsson arkitekt í samstarfi við Sólóhúsgögn.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld klukkan 20:30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.