Uppskrift: grillaðir ostafylltir hamborgarar að hætti eyglóar harðar bráðna í munni

Það er svo sannarlega líf eftir pólitík og lífið hefur svo margt dásamlegt upp á að bjóða eins og ljúffenga mat. Eins og máltækið segir:  „Matur er manns gaman“. Eygló Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og þingmaður fátt skemmtilegra en að elda góðan mat og njóta hans. Eygló er mikill matgæðingur og er margt til lista lagt í eldhúsinu og á grillinu. Hún heldur úti fésbókarsíðunni Eygló eldar, @eygloeldar og er iðin við að deila með okkur girnilegum uppskriftum sem kitla bragðlaukana. Við fengum Eygló til að deila með okkur sinni uppáhalds uppskrift af hamborgara á grillið. „Ég elska hamborgara og get sannarlega mælt með þessum beint af sumargrillinu heima,“ segir Eygló og brosir breitt.

Grillaðir hamborgarar með papriku og cheddarostablöndu
230 g majónes
230 g rauð paprika, fínt söxuð
400 g cheddarostur, rifinn gróft
Salt og pipar
600 g nautahakk
Olía
4 stykki hamborgarabrauð, skorin í tvennt og ristuð
Annað meðlæti: laukur, salat, beikon, tómatur, súr gúrka, sveppir eða annað sem ykkur finnst gott.

Best er að skera fyrst niður grænmetið og rífa ostinn. Majónesið er saltað og piprað að smekk í skál. Paprikan og osturinn er settur saman við majónesið. Blandið varlega saman. Setjið yfir skálina og kælið í allavega 30 mínútur fyrir notkun. Undirbúið grillið. Munið að rista brauðin, í ofni eða á grillinu ef það er pláss. Saltið og piprið hakkið. Deilið því upp í fjóra jafn stóra skammta. Mótið hvern skammt í borgara með dæld í miðjunni fyrir ostablönduna. Berið olíu á báðar hliðar borgaranna. Grillið borgara á báðum hliðum þar til þeir eru orðnir gullinbrúnir, jafnvel brúnaðir og eldaðir í samræmi við óskir hvers og eins. Síðustu mínútuna af eldunartíma er ostablandan sett ofan á hvern borgara og grilllokið sett yfir, í um það bil 1 mín. Ekki gleyma að grilla laukinn létt ef hann á að vera á hamborgaranum. Mér finnst aðalatriði að setja ekki of mikið á hamborgarann, hvorki af sósum né meðlæti svo hráefnið njóti sín en veit að það eru skiptar skoðanir á þessu allavega á mínu heimili.

Njótið vel.