Gömul dagblöð á gluggana

Vorið er tíminn til að taka til - og þar eru gluggarnir engin undantekning, enda er lágsólin ólygin þegar kemur að þrifnaði glugganna. En hvað er til ráða þegar rykugar saltsletturnar þekja gluggana að utan? Jú, það er einfalt, harla fátæklegt ráð í rauninni, því gömul krumpuð dagblöð duga best í baráttunni við skítaskán vetrarins. Knuðlið þau saman í hæfilegan klatta og nuddið þétt yfir gluggaflötinn í stórum strokum og viti menn, óþrifnaðurinn fer af eins og hendi sé veifað og einhverra hluta vegna gerir prentsvertan það að verkum að gljáinn einn situr eftir ...