Frumsýning á stórfenglegri hönnun á urban flex sumarhúsinu frá urban beat

Með hækkandi sól og sumri langar mörgum til að fegra garðana sína, pallana og jafnvel hanna draumagarðinn. Aðrir vilja eignast drauma sumarhúsið og þrá ekkert heitar en að geta notið þess að vera úti á fallegum sumarkvöldum á huggulegum palli eða verönd. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sérhæfir sig í því að hanna draumagarðinn og uppfylla óskir hvers og eins. Jafnframt er hann að hanna draumasumarhúsið sem hann hefur sjálfur dreymt um að gera í mörg ár. Sjöfn heimsækir Björn í Lystihúsið í hjarta Fornalundar hjá BM-Vallá og ræðir við hann um nýjustu hönnun hans með Urban Beat.

Fornilundurinn heillar

Jafnframt fer Björn í skoðunarferð með Sjöfn um Fornalundinn þar sem við fáum fræðslu um tilurð hans og sögu. Við fræðumst um síbreytilegar stefnur og strauma í hönnun garða og margt kemur aftur í tísku.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og aftur kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.