Frægt fólk og heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er mikið feimnismál, eins og fram kemur í leiksýningunni SUSS í Tjarnarbíói. Leikarar og leikstjórinn koma í ,,Fólk með Sirrý\" á Hringbraut í kvöld kl. 20:30 og ræða eigin reynslu af heimilisofbeldi. Hverjir beita ofbeldi og hvernig byrjar það? ,,Frægt fólk sem oft er í fjölmiðlum beitir líka ofbeldi en það er ekki talað um það því það er svo mikið feimnismál og ruggar bátnum\" segja leikararnir í sýningunni. Ofbeldi spyr ekki um stétt, stöðu eða kyn. Heimilið er alls ekki alltaf griðarstaður þar sem fólk er öruggt heldur getur heimilið verið vígvöllur. Og talið er að 50% gerenda í heimilisofbeldi hafi alist upp á ofbeldisheimilum. ,,Því þarf að ræða þessi mál opinberlega og stoppa skila skömminni þangað sem hún á heima\" segja Guðrún Bjarnadóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Charlotte Böving leikstjóri í ,,Fólki með Sirrý\" á Hringbraut í kvöld kl. 20:30 og síðar á hringbraut.is 

Hér má sjá brot úr þættinum: 

 

https://www.youtube.com/watch?v=cIkhwI-RQPY