Fjármögnun sumarbústaða og fleira í afsalsþætti kl.20.30

Sýningartími fasteignaþáttarins Afsals er kl.20.30 í kvöld en í þetta sinn verður rætt um kaup og sölu á sumarbústöðum. Að sögn Guðbergs Guðbergssonar, löggilts fasteignasala, er mesta eftirspurnin eftir bústöðum sem eru innan við klukkutíma frá höfuðborginni. Algengt verð er um 14-20 milljónir króna, en bústaðir geta þó verið dýrari eins og gengur og gerist. Stærri bústaðir, til dæmis heilsárshús sem mörg hver voru byggð fyrir hrun, eru hæg í sölu en að öllu jöfnu er mikið að gera í sumarbústaðasölu á þessum tíma árs.

Hér má sjá sýnishorn úr þætti kvöldsins þar sem spurt er um fjármögnun á bústöðum. Þátturinn er unninn í samstarfi við Spyr.is og geta áhorfendur sent inn fyrirspurnir um fasteignamál með því að smella á SENDA SPURNINGU efst á vefsíðu. Spurningar eru síðan teknar fyrir í þættinum.