Einfaldar og ódýrar skreytingar fyrir ferminguna og önnur tilefni

Hver elskar ekki að koma í matarboð og sjá að matarborðið hefur verið skreytt með allskonar flottum og skemmtilegum skreytingum? Það er ekkert fallegra en flott skreytt matarborð því það gerir stemninguna svo skemmtilega.

Helga María er sérlega lunkin við það að finna sniðugar hugmyndir sem þurfa alls ekki að vera dýrar til að skreyta. Þegar hún heldur veislur velur hún iðulega litaþema sem einkennir skreytingarnar hverju sinni enda elskar hún að halda matarboð og er hennar uppáhaldslitur rauður. 

Okkur fannst því tilvalið að velja rauða litinn því hann er einn af grunnlitunum þremur og svo kemur hann einnig vel út á myndum.

Þessi tiltekna skreyting sem þið sjáið á meðfylgjandi myndum er mjög einföld í framkvæmd. Við notuðum kertastjaka sem var til á heimilinu, keyptum nokkrar gasblöðrur og út úr því kom þessi flotti loftbelgur. Skreytingin kemur afar vel út og eins og áður sagði er hún ekki dýr í framkvæmd.

Fyrir páskana væri til dæmis hægt að kaupa gular blöðrur og fylla kertastjakann af litlum sætum gulum ungum sem koma sem skreytingar ofan á páskaegginu :)

\"\"

\"\"

\"\"