Svona er klúbb-samloka einars bárðar

Umboðsmaður Íslands og kynningarstjóri Reykjavíkurborgar, sjálfur Einar Bárðarson var gestur Grillspaðans á Hringbraut í gærkvöld og galdraði þar fram fjölskylduvæna klúbb-samloku af gínustu gerð. Hér kemur svo uppskriftin.

Einar hefur um langa hríð staðið í ströngu við alþjóðlegt tónleikahald hér á landi og hefur látið margt gott af sér leiða á tónlustarsviðinu. Hann starfar nú sem forstöðumaður Höfuðborgarstofu og brátt sem rekstrarstjóri Kynnisferða.

Í þætti gærkvöldsins mætti hann hins vegar í kokkagallanum sínum á bakka Ölfusár þar sem þættirnir eru teknir upp og talaði fyrir einfaldri eldamennsku, einkum með tilliti til barnafjölskyldna sem þurfi að grilla fyrir marga. Hann valdi því að grilla klúbb-samloku úr ciabatta-brauði frá Hafliða bakara í Mosfellsbakaríi sem hann grillar með hvítlauks-marineringu. Samlokan er einfaldlega etin með höndunum, en inn á milli laga eru grillaðar kjúklingabringur, geðveik sósa og grænmeti.

Hér er svo uppskriftin:

Aðalréttur:

Grillaðar kjúklingabringur, hamflettar

Kryddlögur: Ólífu olía, honey dijon-sinnep og smá pipar

Brauð:

Grillað Ciabatta frá Mosfellsbakarí, smurt með hvítlaukslegi (ólífuolía, hvílaukur)

Meðlæti:

Sósa: Sýrður rjómi, mayo, grófkorna sinnep, honey-dijon og smá sýróp

Salatblað

Tómatur

Grillaður maís

Grilluð sítróna

Horfa á klippu úr þætti: