Eina efnið sem óhreinindin hata

Fólk er á stundum alveg óttalega hrætt við að veðja á einhver efni umfram önnur þegar kemur að þrifum - og er vanalega alla ævina að prófa sig áfram í blessaðri efnafræðinni. Eitt efni er þó sannarlegt undraefni sem allar þrautreyndar húsmæður og heimilisfeður eru svo að segja á einu máli um vð virki; það heitir WD40 og fæst í næstu byggingarvöruverslun; eitt þessara efna sem þarf ekki lengur að auglýsa sig eða taka undir sig dálksentimetrana í leynifréttum innblaðanna. Og hugsiði ykkur, það dugar ekki bara á lása á hurðum og buxum heldur líka á ísskápinn ... ja, hérna; ekkert virkar betur á fasta bletti innan í þeim kalda skáp - og sumsé; þegar sápuvatn nægir ekki til að þrífa fastar matarleyfar úr ísskápnum leysir undraefnið WD-40 málið. Gætum þess eins að ekkert af efninu sé eftir áður en matvæli eru sett aftur í ísskápinn.