Bryggjan grindavík mikil lyftistöng fyrir bæjarbraginn í grindavík

Við höfnina í Grindavík stendur reisulegt og tignarlegt hús, sem hýst hefur netgerð í áratugi ásamt því að vera með lítið, kósý kaffihús í einu horni hússins sem margir hafa tekið ástfóstri við. Nú hafa nýir eigendur hússins, þeir Hilmar S. Sigurðsson og Axel Ómarsson tekið til hendinni og gert enn betur. Búið er að stækka kaffihúsið og opna veitingastað á annarri hæðinni, stórum og miklum sal,  sem ber heitið Bryggjan netagerðin þar sem saga hússins og bæjarins fær að njóta sín. Það má með sanni segja að húsið, Bryggjan Grindavík, hafi fengið það hlutverk að vera eitt af menningasetrum bæjarins þar sem hjartað bæjarins slær, við höfnina. Ein hættulegasta innsiglingarleið landsins blasir við þegar horft er út á sjóinn og er hin tignarlegasta. Sjöfn heimsækir þá Hilmar og Axel og kynnir sér breytingar og starfsemina sem þar er komin á fullt.

Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.