Áríðandi boð um innköllun á smjörva

MS mun verða fyrir nokkru tjóni þar sem Mjólkursamalan hefur neyðst til að innkalla Smörva. MS hefur birt áríðandi tilkynningu til neytenda sem lýtur að þessu.

Á vef MS segir að Mjólkursamsalan hafi tekið úr sölu og innkallað \"tilteknar framleiðslulotur af Smjörva í 400 gr. umbúðum. Smjörvinn sem um ræðir var framleiddur af Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga.

\"Ástæða innköllunarinnar er sú að plastbrot úr vinnsluvél fannst í smjörvadós. Plastbrot af þessu tagi geta verið beitt og þar af leiðandi reynst skaðleg. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri og því hefur verið ákveðið að innkalla Smjörva í 400 gr. umbúðum framleiddan af KS með neðangreindum framleiðsludagsetningum. Neytendum sem keypt hafa Smjörva með neðangreindum dagsetningum er bent á að farga honum eða skila honum þangað sem hann var keyptur.\"

Neytendur þurfa að huga að smörva sem stimpluð er BF. 04 MAÍ 2016 004 M.KS A013, BF. 06 MAÍ 2016 006 M.KS A013, BF. 11 MAÍ 2016 011 M.KS A013 og BF. 14 MAÍ 2016 014 M.KS A013. Ræðir um 400 gramma pakkningar, Strikamerki: 5690516025007.

Einnig;  Smjörvi Tilboð með stimplum BF. 01 JÚN 2016 032 M.KS A013, BF. 04 JÚN 2016 035 M.KS A013 og BF. 08 JÚN 2016 039 M.KS A013.

Nettóþyngd: 400 g. Framleiðandi: Mjólkursamlag KS. Strikamerki: 5690516025205.

 Mjólkursamsalan biður neytendur velvirðingar á \"þessu óhappi\" eins og það er orðað í tilkynningu og á vef MS.