Allir fréttamiðlar í svíþjóð eiga rétt á styrk

Sænsku ríkisfjölmiðlarnir eru að langmestu leyti fjármagnaðir með útvarpsgjaldi (94%). Nýjasta hvítbókin um styrki til sænskra fjölmiðla var gefin út 2016 og nýtt kerfi tók gildi 1. janúar 2018 og er nýja kerfið tæknióháð. Allir fréttamiðlar sem uppfylla ákveðnar kröfur eiga nú rétt á styrk. Þá taka styrkirnir mið af rekstrarkosnaði sem tengist útgáfu fréttaefnis fjölmiðla. Hins vegar er ákveðið þak á styrkjunum.

Jafnframt eru miðlar sérstaklega styrktir á þeim svæðum þar sem fjölbreytni fjölmiðlunar er lítil, að hægt verði að styrkja miðla sem sérstaklega er ætluð fólki sem eigi við ólíka fötlun að stríða o.sfv. Jafnframt eru dreifingarskyrkir ásamt nýsköpunar og þróunarstyrkjum. Þá eru netmiðlar í lægra virðisaukaskattsþrep líkt og prentmiðlar. 

Á Íslandi skipaði fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra þann 30. desember 2016 nefnd til að fjalla um tillögur um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði skýrslu til núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur þann 25. janúar 2018. Helstu tillögur nefndarinnar voru eftirfandi:

1. Endurgreiðsla á hluta kostnaðar af framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni

2. Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði

3. Virðisaukaskattur áskrifta verði 11%

4. Áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar

Eitt helsta tilefni þess að nefndin var skipuð var að fulltrúar einkarekinna fjölmiðla vöktu athygli stjórnvalda á miklum erfiðleikum í rekstri þeirra sem rekja mætti til ýmissa utanaðkomandi aðstæðna. Skoruðu nokkrir einkareknir fjölmiðlar opinberlega á stjórnvöld að gera „nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði“.

Í Svíþjóð og reyndar viðar á Norðurlöndum hafa verið tekin jákvæð skref til þess að styðja við einkarekinna fjölmiðla- hvað mun gerast á Íslandi?