Hreinlætið sem gleymist á baðherberginu

\"\"

1. Förðunarburstar eru gróðrastía fyrir bakteríur. Það á að þrífa bustana eftir hverja einustu notkun. Ef notaðir eru svampar til að jafna farða þarf einnig að þrífa þá með heitu vatni og hreinsi eftir hverja notkun, en þeim þarf einnig að skipta reglulega út eða á hálfs árs fresti.

\"\"

2. Tannburstar eiga það til að vera geymdir við vaskinn og oftar en ekki nálægt klósettum. Mælt er með að geyma tannburstana í lokuðum skápum til að forðast bakteríusmit. Þar sem mikið er um bakteríur inni á baðherbergjum er mælt með að skipta út tannburstum á þriggja til fjagra mánaða fresti .

\"\"

3. Handklæðin má nota í nokkur skipti. En gott er að þrífa þau allavega einu sinni í viku.

\"\"

4. Þvottastykkin verða mjög fljótt óhrein og ef fjölskyldan er stór á að skipta út daglega. Annars er hægt að skipta þeim út á nokkra daga fresti.

\"\"

5. Baðmotturnar hafa sömu sögu að segja. Gott er að miða við að þvo motturnar á viku fresti. Einnig kemur það í veg fyrir uppsöfnun á hárum á mottunni. Sápum skal henda eftir ár.

\"\"

6. Ef sápustykki nær árs afmæli þá er kominn tími til að henda þeim og kaupa nýja. Lífstími fer eftir innihaldi en gott er að miða við árið.

\"\"

7. Sturtuhengi skal þrífa á þriggja mánaðar fresti eða um leið og þú sért bletti byrja að myndast. Settu þau einfaldlega í þvottavélina og hengdu upp til þerris.